Suðurnesjamenn nærri því þrjátíu þúsund
Íbúar Reykjanesbæjar voru 20.591 þann 1. apríl og hefur fjölgað um 210 talsins frá því 1. desember 2021. Íbúar Suðurnesjabæjar voru 3.774 og hefur fjölgað um 30 á sama tímabili. Íbúafjöldi í Grindavík var 3.614 um síðustu mánaðamót og þar hefur íbúum fjölgað um 25 frá því í desember. Þá eru íbúar í Sveitarfélaginu Vogum 1.357 og hefur fjölgað um 19 frá því í desember.
Suðurnesjamenn voru 29.336 þann 1. apríl og hefur fjölgað um 284 á fyrrgreindu tímabili.