Suðurnesjamenn kvarta undan herþotuhávaða
Um 300 liðsmenn bandaríska flughersins eru nú í Keflavík og sinna verkefninu Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Íbúar í Reykjanesbæ og nágrenni hafa tekið eftir því að undanförnu og margir hafa haft samband við Víkurfréttir síðustu daga og kvartað undan hákvaða.
Flugsveitin kom til landsins með fimmtán F-15 orustuþotur sem flugmenn hennar fljúga hér á landi.
Flugsveitin sinnti aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 31. júlí til 08. ágúst.
Verkefnið er framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin er staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að verkefninu ljúki í lok ágúst. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við Isavia, en samanber samning við utanríkisráðuneytið annast Landhelgisgæsla Íslands framkvæmd varnartengdra verkefna samkvæmt varnarmálalögum nr. 34/2008.
Hér er ein F-15 í flugtaki yfir Njarðvíkunum í vikunni.