Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn í stúdentapólitíkinni
Fimm Suðurnesjamenn eru í framboði fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Fimmtudagur 28. janúar 2016 kl. 12:24

Suðurnesjamenn í stúdentapólitíkinni

- Ódýrari strætókort meðal stefnumála

Fimm Suðurnesjamenn eru á lista Vöku í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram 3. og 4. febrúar næstkomandi. Það eru þau Marta Sól Axelsdóttir úr Vogunum, Kristjana Ingvadóttir, Guðni Már Grétarsson, Una María Unnarsdóttir og Hildur Rún Kvaran úr Reykjanesbæ.

Kosið verður í 27 manna Stúdentaráð og er hlutverk varamanna einnig veigamikið. Að sögn Mörtu Sólar eru þau baráttumál sem eiga sérstaklega við námsmenn frá Suðurnesjum meðal annars hagstæðara leiguverð á stúdentagörðum þar sem margir vilji nýta sér þá í stað þess að keyra á milli. „Við berjumst einnig fyrir betri kjörum á Strætókortum enda leggur Vaka mikla áherslu á að stuðla að betri og fjölbreyttari samgöngum,“ segir Marta. Þess má geta að strætókort fyrir háskólanema á Suðurnesjum kostar 82.000 krónur fyrir eina önn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal annarra baráttumála Vöku eru endurtektarpróf í janúar, nútímavæðing kennslu, endurskoðun á LÍN og húsnæðismál.

Háskólanemarnir frá Suðurnesjum bjóða sig fram í eftirtalin embætti:

Kristjana Ingvadóttir, 2. sæti á Hugvísindasviði. 

Guðni Már Grétarsson, varamaður á Félagsvísindasviði. 

Una María Unnarsdóttir, varamaður á Félagsvísindasviði. 

Hildur Rún Kvaran, varamaður á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði. 

Marta Sól Axeldóttir, 5. sæti á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði.