Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn í sjónvarpið
Laugardagur 24. september 2005 kl. 13:37

Suðurnesjamenn í sjónvarpið

Vefþátturinn Splash.is, sem er í eigu Suðurnesjamanna, hefur verið keyptur á sjónvarpsstöðina Sirkus. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins, Splash.is, og fer fyrsti þátturinn í loftið 6. október næstkomandi.

Það eru bræðurnir Óli Geir Jónsson og Jóhann Þór Jónsson sem eiga og reka vefþáttinn en Víkurfréttir tóku viðtal við Óla Geir um þáttinn sem birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta.

Þegar blaðamaður hafði samband við Óla Geir nú fyrir stundu var hann í skýjunum yfir þessu öllu saman: „Sjónvarpsstöðin Sirkus keypti af okkur tvo þætti sem þeir ætla að sýna hjá sér 6. og 13. október. Eftir þessar sýningar þá ætla þeir að mæla áhorfið á þættina og taka síðan ákvörðun í framhaldinu hvort þeir vilji fleiri þætti.“

„Þetta er ýkt spennandi, það vita rosalega margir um þetta og við bræðurnir vonum að sem flestir horfi á og styðji okkur í þessu,“ sagði Óli Geir Jónsson í samtali við Víkurfréttir.

Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála hjá Splash.is en næsti þáttur hjá þeim bræðrum má sjá á slóðinni Splash.is næstkomandi mánudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024