Laugardagur 10. september 2005 kl. 21:53
Suðurnesjamenn halda sig á mottunni
Tíðindalítið hefur verið hjá lögreglunni í Keflavík í dag. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka á 117 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Annars virðast Suðurnesjamenn hafa haldið sig á mottunni í dag.