Suðurnesjamenn fagna á D-degi
Fyrsta hæð D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja var formlega tekin í notkun í dag að viðstöddu fjölmenni. Meðal gesta við opnunina var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson ásamt heitkonu sinni Dorrit Moussaieff, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, þingmenn, sveitarstjórnarmenn og fjöldi annarra gesta.Það kom fram við opnunina í dag að þetta er stór stund fyrir alla Suðurnesjamenn og áralöng barátta fyrir byggingunni var að skila sér í höfn. Við þetta tækifæri las Jóhann Einvarðsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja bréf til heilbrigðisráðherra sem var skrifað 1973 og af innihaldi bréfsins má sjá að fyrst í dag eru Suðurnesjamenn að ná fram þeirra tíma markmiðum.
Það kom fram í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra að í dag fagna Suðurnesjamenn D-degi, miklum sigri eins og hjá bandamönnum forðum í Mormandí.
Á fyrstu hæð D-álmunnar er mjög góð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk HSS, auk fullkominnar rannsóknarstofu, endurhæfingu, funda- og samkomuaðstöðu og þá verður sett um endurhæfingarsundlaug sem er væntanleg á næstu dögum. Sýndur var fjarfundabúnaður í einu herbergi en nemendur í hjúkrunarfræði starfa við stofnunina og stunda nám við Háskólann á Akureyri með fjarfundabúnaðinum.
Á annarri hæð, sem er nær tilbúin og verður tekin í notkun 1. júní 2002, verður langlegudeild. Þriðju hæð byggingarinnar hefur ekki verið ráðstafað ennþá.
Nánar um D-álmuna á vef Víkurfrétta á morgun og í Víkurfréttum föstudaginn 28. desember nk.
Það kom fram í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra að í dag fagna Suðurnesjamenn D-degi, miklum sigri eins og hjá bandamönnum forðum í Mormandí.
Á fyrstu hæð D-álmunnar er mjög góð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk HSS, auk fullkominnar rannsóknarstofu, endurhæfingu, funda- og samkomuaðstöðu og þá verður sett um endurhæfingarsundlaug sem er væntanleg á næstu dögum. Sýndur var fjarfundabúnaður í einu herbergi en nemendur í hjúkrunarfræði starfa við stofnunina og stunda nám við Háskólann á Akureyri með fjarfundabúnaðinum.
Á annarri hæð, sem er nær tilbúin og verður tekin í notkun 1. júní 2002, verður langlegudeild. Þriðju hæð byggingarinnar hefur ekki verið ráðstafað ennþá.
Nánar um D-álmuna á vef Víkurfrétta á morgun og í Víkurfréttum föstudaginn 28. desember nk.