Suðurnesjamenn fagna á D-degi

Það kom fram í máli Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra að í dag fagna Suðurnesjamenn D-degi, miklum sigri eins og hjá bandamönnum forðum í Mormandí.
Á fyrstu hæð D-álmunnar er mjög góð vinnuaðstaða fyrir starfsfólk HSS, auk fullkominnar rannsóknarstofu, endurhæfingu, funda- og samkomuaðstöðu og þá verður sett um endurhæfingarsundlaug sem er væntanleg á næstu dögum. Sýndur var fjarfundabúnaður í einu herbergi en nemendur í hjúkrunarfræði starfa við stofnunina og stunda nám við Háskólann á Akureyri með fjarfundabúnaðinum.
Á annarri hæð, sem er nær tilbúin og verður tekin í notkun 1. júní 2002, verður langlegudeild. Þriðju hæð byggingarinnar hefur ekki verið ráðstafað ennþá.
Nánar um D-álmuna á vef Víkurfrétta á morgun og í Víkurfréttum föstudaginn 28. desember nk.