Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn eignast eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins
Mánudagur 9. október 2006 kl. 13:44

Suðurnesjamenn eignast eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins

Eigendaskipti hafa orðið á einu stærsta verktakafyrirtæki landsins, Jarðvélum ehf.
Félag í eigu þeirra feðga, Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar og Vilhjálms Kristins Eyjólssonar og Eyjólfs Kristins Vilhjálmssonar, sem kenndir eru við verktakafyrirtækið Toppinn, er nýr eigandi að Jarðvélum. Við þessi kaup er starfsmannaföldi fyrirtækjanna um 150 manns.
Jarðvélar ehf er með mörg stór verkefni í gangi en það stærsta er tvöföldun Reykjanesbrautar. Að sögn Vilhjálms Þórs er verkefnastaðan mjög góð hjá fyrirtækinu næstu árin.
Með þessum kaupum eru þeir feðgar jafnframt komnir með í sínar hendur allan þann tækjabúnað sem þarf í Motopark-verkefnið, sem var helsta ástæða þess að þeir réðust í kaupin.

Mynd: Frá tvöföldun Reykjanesbrautar, en Jarðvélar ehf hefur annast það verkefni.

VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024