Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Suðurnesjamenn biðu í röð eftir sjónvörpum
    Fólk lætur sig hafa það að bíða smástund í röð eftir góðu tilboði.
  • Suðurnesjamenn biðu í röð eftir sjónvörpum
Mánudagur 9. maí 2016 kl. 10:39

Suðurnesjamenn biðu í röð eftir sjónvörpum

Allar tilboðsvörur kláruðust hjá Tölvulistanum á skömmum tíma

„Það rauk allt út, kláraðist allt sem var á tilboði,“ segir Sverrir Rúts Sverrisson verslunarstjóri Heimilistækja og Tölvulistans í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir. Verslunin bauð upp á ansi myndarleg tilboð á föstudaginn var, þar sem m.a. var hægt að fá 55" sjónvörp á 99 þúsund krónur og 50% afsláttur var af völdum vörum. Sverrir segir að fólki hafi verið þokkalega heitt í hamsi enda var komin myndarleg biðröð fyrir utan búðina rétt fyrir klukkan níu, en búðin opnar klukkustund síðar. Segja má að stemningin hafi minnt örlítið á hinn alræmda „Svarta föstudag,“ sem hefur verið að ná fótfestu hér á landi.

„Það var brjálað að gera hérna bæði á föstudag og laugardag og talsvert meira en við bjuggumst við,“ bætir Sverrir við, en á laugardeginum var verið að kynna sýndarveruleikatæknina Oculus Rift og HTC Vive. Sverrir gerir ráð fyrir því að 12 vörubretti af ýmsum vörum hafi rokið út á föstudeginum, þar á meðal hafi verið um 90 sjónvarpstæki.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024