Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesjamenn alls 32.451
Fimmtudagur 7. september 2023 kl. 12:44

Suðurnesjamenn alls 32.451

– íbúum í Vogum fjölgað um 10% frá áramótum

Hlutfallslega mest hefur íbúafjölgun á landinu verið á Suðurnesjum eða um 4,8% sem er fjölgun um 1.489 íbúa frá 1. desember 2022. Þar af hefur fjölgun í Reykjanesbæ verið um 1.183 íbúa eða 5,4%. Það er t.a.m. tvöfalt meiri fjölgun en í Kópavogi, sem var upp á 561 íbúa á sama tímabili, en Kópavogur er næstfjölmennasta sveitarfélag landsins.

Samtals eru Suðurnesjamenn 32.451. Flestir eru þeir í Reykjanesbæ eða 23.181. Í Suðurnesjabæ eru íbúar orðnir 4.013, í Grindavík 3.724 og í Sveitarfélaginu Vogum eru bæjarbúar orðnir 1.533, samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá. Frá 1. desember 2022 hefur íbúafjölgun í Vogum verið upp á slétt 10%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Akureyri var lengi vel stærri en Reykjanesbær en þar á bæ komust bæjarbúar loks yfir 20.000 íbúa markið á þessu ári en Akureyringar eru í dag 20.187 talsins eða um 3.000 færri en íbúar Reykjanesbæjar.