Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamenn 30.845 og hefur fjölgað um 6,2% á einu ári
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 3. nóvember 2022 kl. 16:48

Suðurnesjamenn 30.845 og hefur fjölgað um 6,2% á einu ári

Samtals eru íbúar Suðurnesja í dag 30.845 og hefur fjölgað um 6,2% eða 1.793 á einu ári.

Íbúar í Reykjanesbæ eru 21.904 og hefur fjölgað um 1.523 eða 7,5% síðustu tólf mánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjabær er næst fjölmennasta sveitarfélag Suðurnesja með 3.902 íbúa og hefur fjölgað um 158 einstaklinga eða 4,2% á síðustu tólf mánuðum.

Í Grindavík búa 3.647 manns. Þar er fjölgun um 58 eða 1,6% á síðustu tólf mánuðum.

Sveitarfélagið Vogar hefur á að skipa 1.392 bæjarbúum og er fjölgunin 4,0% á síðustu tólf mánuðum eða um 54 manns.