Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesjamagasín í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is
Fimmtudagur 5. mars 2009 kl. 22:57

Suðurnesjamagasín í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is

Hálftíma sjónvarpsþáttur Víkurfrétta, Suðurnesjamagasín, sem frumsýndur var á ÍNN í kvöld er kominn í heild sinni inn í Sjónvarp Víkurfrétta hér á vf.is. Þátturinn er klipptur niður í sex hluta sem auðveldar áhorfendum að velja sér kafla.

 
Í þessu fyrsta Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta er rætt við Runólf Ágústsson, framkvædastjóra háskólafélagsins Keilis um gang mála í gömlu herstöðinni. Einnig er rætt við Skúla Thoroddsen, en hann býður sig fram í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Litið er á æfingu hjá Taikvando deild Keflavíkur og spjallað við fjölskyldu sem æfir og keppir í sportinu. Þá er litið inn á æfingu hjá leikfélagi Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja en það frumsýnir Sódómu um helgina.

Stutt fréttayfirlit er einnig í þættinum þannig að búast má við fjölbreyttni og skemmtilegheitum í þessum fyrsta Suðurnesjaþætti Víkurfrétta á ÍNN og í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024