Suðurnesjamagasín aftur í loftið í kvöld
Nýr þáttur af Suðurnesjamagasíni, frétta- og mannlífsþætti um Suðurnes, fer í loftið í kvöld á sjónvarpsstöðinni ÍNN og hér á vef Víkurfrétta. Þátturinn í kvöld er tileinkaður Ásbrú í Reykjanesbæ, samfélagi frumkvöðla, fræða og atvinnulífs.
Í þættinum er tekið hús á Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar en þar varð fyrir svörum Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri. Hann útskýrir hvað Ásbrú stendur fyrir og hvernig það verkefni hefur gengið fyrir sig að umbreyta herstöð yfir í borgaraleg not. Þá er farið um svæðið og svipast um í nokkrum fyrirtækjum á svæðinu.
Þátturinn fer í loftið kl. 21:30 á ÍNN og hér á vf.is.