Suðurnesjamagasín á dagskrá í kvöld
Fimmti þáttur af Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld. Þátturinn verður sendur út kl. 21:30 og svo á tveggja tíma fresti en síðasta sýning verður annað kvöld kl. 19:30.
Í þætti kvöldsins er tætt við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis hf. í Grindavík um spennandi verkefni sem kallast Codland. Þá er einnig tekið hús á Ingu Gústafsdóttur á Pulsuvagninum við skrúðgarðinn í Keflavík. Þar er matreiddur hamborgari sem á sér vart hliðstæðu og nýtur vinsælda langt út fyrir landsteinana. Í þætti kvöldsins kíkjum við einnig á æfingu hjá kór Keflavíkurkirkju á Jesus Christ Superstar og förum í ballskák með eldri borgurum sem hafa komið sér upp myndarlegri aðstöðu á Ásbrú. Nágrannaslagur Njarðvíkur og Keflavíkur í körfuknattleik er viðburður sem á ríka sögu í Reykjanesbæ og þá er í þættinum stutt fréttayfirlit frá Suðurnesjum.
Þátturinn verður kl. 21:30 á ÍNN en einnig verður þátturinn aðgengilegur á sama tíma hér á vf.is og á kapalkerfinu í Reykjanesbæ.
Verkefni undir nafninu „Codland“ verður kynnt í Suðurnesjamagasíni í kvöld.