Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesjamaður með nýjan námsvef
Föstudagur 24. september 2004 kl. 17:06

Suðurnesjamaður með nýjan námsvef

Ungur Keflvíkingur, Starkaður Barkarson að nafni, starfrækir vefsíðuna Stoðkennararann á slóðinni stodkennarinn.is, en þar er um að ræða mikla og góða nýjung í íslensku skólastarfi.

Stoðkennarinn er gagnvirkur námsvefur þar sem hægt er að nálgast námsefni og verkefni í stærðfræði og íslensku fyrir elstu bekki grunnskóla og fyrstu áfanga í framhaldsskóla.

Starkaður, sem hefur B.A. próf í íslensku, sagði í samtali við Víkurfréttir að hugmyndin hafi blundað í honum en hafi orðið að alvöru þegar hann fluttist út til Berlínar árið 2002. „Þar fór ég að reyna mig áfram með að setja upp ýmis íslenskuverkefni fyrir vefsíðu, en það var svo síðasta vetur sem ég fór í gang með síðuna. Allnokkrir framhaldsskólar og grunnskólar notuðu vefinn en í vetur var strax nokkur aukning fram að verkfallinu.“

Starkaður segir viðtökurnar hafa verið góðar en leggur áherslu á að einstaklingar geta líka keypt áskrift að vefnum og fengið verkefni fyrir börn sín. Þau fá einkunn fyrir öll verkefni sem þau leysa og heldur síðan utanum alla einkunnir svo hægt er að sjá framfarir glögglega. Einnig fylgja nákvæmar leiðréttingar þegar um rangt svar er að ræða.

Um helgina verður ókeypis aðgangur með notendanafninu og lykilorðinu vikurfrettir þar sem fólk getur kynnt sér efni og möguleika síðunnar.

„Þetta er sérlega hentugt fyrir krakka sem eru ekki í skóla vegna verkfallsins til að halda sér við efnið,“ segir Starkaður að lokum og segist ætla að halda áfram að styrkja síðuna frekar á þeim greinum sem fyrir eru en framtíðin verði að leiða í ljós hvort hægt verði að taka inn fleiri greinar.

Stoðkennarinn.is Munið: notendanafn: vikurfrettir lykilorð: vikurfrettir => verður komið innan tíðar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024