Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesjamaður framkvæmdastjóri hjá Landvernd
Miðvikudagur 22. mars 2006 kl. 09:14

Suðurnesjamaður framkvæmdastjóri hjá Landvernd

Bergur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar en Tryggvi Felixson lét nýlega af störfum.

Bergur var áður sviðsstjóri á umhverfissviði og staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Hann er með Cand Scient (M.Sc.) í umhverfisefnafræði og Cand Mag (B.Sc.) í efnafræði frá háskólanum í Osló og leggur nú stund á MBA nám við Háskóla Íslands. Bergur hefur verið Landvernd innanhandar í ýmsum málum þegar samtökin hafa leitað til hans undanfarin ár.

Við undirritun starfssamnings sagði Bergur: "Ég vil þakka það traust sem mér er sýnt af hálfu stjórnar Landverndar. Starfið er víðfeðmt, verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Ég hlakka mjög til að vinna með hæfileikaríku starfsfólki Landverndar sem og öllum þeim aðilum sem fram til þessa hafa starfað með samtökunum. Það er mikil áskorun að taka við þessu starfi nú þegar farsæll framkvæmdastjóri lætur af störfum eftir margra ára starf."

Bergur mun hefja störf 1. maí n.k., strax eftir aðalfund sem verður laugardaginn 29. apríl.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024