Suðurnesjalöggan fer ekki til Tenerife
-Klæðir sig bara betur
Í Biblíunni er talað um rigningu í 40 daga og 40 nætur og það kallað hamfarir. Á Íslandi er þetta kallað sumar.
Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti í morgun að þar á bæ væru menn hættir við að fara til Tenerife. „Klæddum okkur bara betur,“ segir lögreglan og birtir með mynd af lögregluþjóni í skjólgóðri flík.
Klæðum okkur vel og höfum hugfast að það kemur betri tíð.