Suðurnesjakonur meðal áhrifamestu á landinu
- í atvinnu- og stjórnmálalífi, samkvæmt lista tímaritsins Frjálsrar verslunar
Átta konur af Suðurnesjum eru meðal 100 áhrifamestu í viðskipta- og stjórnmálalífi á Íslandi árið 2014. Viðskiptatímaritið Frjáls Verslun hefur tekið saman listann. Í inngangi eru færð rök fyrir valinu og það sagt huglægt en að áhrif í krafti hlutafjáreignar í fyrirtækjum vegi þungt í úttektinni, auk vilja til að hafa áhrif.
Víkurfréttir hafa á undanförnum mánuðum tekið viðtöl við nokkrar kvennanna og á listanum fylgja með slóðir á þau viðtöl. Konurnar eru þessar:

Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.

Elínrós Líndal, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Ellu.

Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Codlands í Grindavík.
Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins og Samtökum verlunar og þjónustu. (Mynd/ja.is)

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. (Mynd/Íslandsbanki)




