Suðurnesjakonur í Kastljósinu
Í fararbroddi í umræðu um kynfræðslu ungmenna
Suðurnesjakonur voru í fararbroddi í viðtalsþættinum Kastljós í gærkvöldi. Þar var umræðuefnið kynfræðsla unglinga og viðhorf ungmenna til kynlífs. Sigga Dögg kynfræðingur sat fyrir svörum en hún var einmitt gestur í þættinum Suðurnesjamagasín á dögunum.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla tók einnig þátt í umræðunni en hún er Keflvíkingur eins og Sigga Dögg. Sú sem stjórnaði umræðunum var svo Ragnhildur Steinunn Jónsdótir sem ætti að vera flestum Suðurnesjamönnum kunn. Leitast var eftir því í þættinum að svara því hvort foreldrar geri sér grein fyrir því hversu klámið er nærri unglingum, hvaða afleiðingar það hefur, hvort kynfræðsla í skólum sé nægjanlega góð sem og umræðan inni á heimilunum.
Innslagið má sjá í heild sinni hér á ruv.is.
Sigga Dögg mun birtast Íslendingum í sjónvarpþætti um kynlíf á næstunni en þátturinn verður sýndur á Popptíví.