Fréttir

Suðurnesjakonur í framlínu Fríhafnarinnar
Laugardagur 7. apríl 2018 kl. 12:29

Suðurnesjakonur í framlínu Fríhafnarinnar

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra er nýr stjórnarformaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Ný stjórn var kynnt á aðafundi félagsins í vikunni.

Ragnheiður sat á Alþingi frá 2007-2016 og var iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá 2013-2017. Hún situr í stjórn Landsvirkjunar, er Senior Fellow við bandarísku hugveituna Atlantic Council og sinnir ýmsum ráðgjafastörfum.

Ragnheiður er ekki eini Suðurnesjamaðurinn í stjórn Fríhafnarinnar því Guðný María Jóhannsdóttir, aðstoðar framkvæmdastjóri er varaformaður stjórnar. Aðrir í stjórninni eru Sigrún Traustadóttir, Matthías Imsland og Vilhjálmur Jósefsson.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024