Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:14

SUÐURNESJAGRAFA Á BÓLAKAFI!

Ein flottasta beltagrafa landsins, 32 tonna grafa í eigu Reis ehf. í Njarðvík, festist í Arnarnesvogi í Garðabæ sl. föstudag. Gröfustjórinn festi vélina í kviksyndi. Þegar ljóst var að ekki tókst að losa gröfuna áður en flæddi að henni var lögreglan í Hafnarfirði kölluð til sem síðan kallaði út neyðarsveit Slökkviliðs Reykjavíkur til að bjarga gröfustjóranum. Gröfustjórinn komst þurrum fótum í land eftir að hann hafði verið sóttur á slöngubáti. Grafan fór hins vegar á bólakaf í Arnarnesvoginn og er verið að meta skemmdir. Grafan var árgerð 1998 og gengið um hana eins og glæsivagn. T.a.m. var aldrei farið inn í hana á útiskóm. Hvort marhnútar og krossfiskar Arnarnessvogar hafi virt það er ekki vitað. Myndina tók ljósmyndari VF í ferð sinni til höfuðborgarinnar sl. föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024