Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 5. september 2000 kl. 13:35

Suðurnesjafyrirtæki á meðal stærri styrktaraðila Expo 2000

Bláa Lónið hf. og Hitaveita Suðurnesja eru á meðal stærri styrktaraðila íslenska sýningarskálans á heimssýningunni í Hannover, Expo 2000. Íslenski skálinn hefur vakið mikla athygli og nú hafa 2.700.000 gestir skoðað skálann. Bláa Lónið hf., Flugleiðir hf. og Reykjavík Menningarborg árið 2000, stóðu fyrir sérstöku kynningarkvöldi fyrir þýska blaðamenn og ferðaþjónustuaðila í íslenska sýningarskálanum í Hannover þann 29. ágúst. Boðið var haldið í samvinnu við sendiráð Íslands í Berlín og bauð sendiherrra Íslands í Þýskalandi, herra Ingimundur Sigfússon, gesti velkomna. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur kvöldsins. Á annað hundrað gestir sóttu kynninguna. Auk þess að skoða íslenska sýningarskálann gafst gestum kostur á að kynnast margbrotinni mynd lands og þjóðar. Myndefni frá þátttökuaðilum var sýnt á sýningarskjám skálans og Ingi Gunnar Jóhannsson, leiðsögumaður og tónlistarmaður, hélt skyggnusýningu sem byggð er á ferðum hans um Ísland. Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að kynningin hefði tekist vel og að það hefði verið sérstaklega ánægjulegt að kynna Bláa lónið í umgjörð íslenska sýningarskálans. „Skálinn á vel við Bláa lónið og það var skemmtilegt að finna jákvæðan áhuga gesta á landi og þjóð“, sagði Magnea sem er nýkomin heim frá Hannover.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024