Suðurnesjafólk þarf að yfirgefa nýja íbúð í Danmörku vegna svæsinnar sveppasýkingar
Ungt par frá Suðurnesjum hefur heldur betur lent í kröppum dansi í Danmörku. Þau búa í Odense í Danmörku. Skömmu eftir að þau fluttu utan drakk ungur sonur þeirra grillkveikilög frá Esso og endaði á sjúkrahúsi. Það fór allt vel að lokum og drengurinn náði fullri heilsu. Nú hefur unga fólkið af Suðurnesjum þurft að yfirgefa innan við ársgamalt húsnæði sem þau búa í vegna hættulegrar sveppasýkingar í húsinu.
Húsnæði sem þau búa í er nýbyggt í ágúst sl. reynist með hættulega sveppasýkingu og hafa a.m.k. tvö dösnk börn veikst lífshættulega og margir íbúar þessa húsaþyrpingar veikst.
Heilbrigðisyfirvöld í Odense hafa úrkurðað íbúðirnar hættulegar og varð fólkið af Suðurnesjum að rýma húsið í dag ásamt börnum sínum tveimur og skilja dót allt eftir en hreinsa verður allt.
„Íbúðirnar voru byggðar árið 2005 og skilst mér að um sé að kenna slökum vinnubrögðum iðnarmanna hvernig komið sé. Neytendasamtök, heilbrigðisyfirvöld og lögmenn eru komnir með málið sem telst mjög alvarlegt. Margar fjölskyldur búa hjá vinum og vandamönnum meðan fundið er annað húsnæði,“ segir aðstandandi fólksins hér heima á Íslandi.
Er röng meðferð byggingarefna talin ástæða þess að sveppasýkingin kom upp í húsunum.
Mynd: Frá Odense. Tengist ekki fréttinni.
Húsnæði sem þau búa í er nýbyggt í ágúst sl. reynist með hættulega sveppasýkingu og hafa a.m.k. tvö dösnk börn veikst lífshættulega og margir íbúar þessa húsaþyrpingar veikst.
Heilbrigðisyfirvöld í Odense hafa úrkurðað íbúðirnar hættulegar og varð fólkið af Suðurnesjum að rýma húsið í dag ásamt börnum sínum tveimur og skilja dót allt eftir en hreinsa verður allt.
„Íbúðirnar voru byggðar árið 2005 og skilst mér að um sé að kenna slökum vinnubrögðum iðnarmanna hvernig komið sé. Neytendasamtök, heilbrigðisyfirvöld og lögmenn eru komnir með málið sem telst mjög alvarlegt. Margar fjölskyldur búa hjá vinum og vandamönnum meðan fundið er annað húsnæði,“ segir aðstandandi fólksins hér heima á Íslandi.
Er röng meðferð byggingarefna talin ástæða þess að sveppasýkingin kom upp í húsunum.
Mynd: Frá Odense. Tengist ekki fréttinni.