Suðurnesjafólk skelfur á Norðurlandi
Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan sjö útaf Norðurlandi. Fyrstu upplýsingar benda til þess að hann hafi átt upptök sín við mynni Eyjafjarðar og hafi verið um 5 á Richter. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi. Fjölmargir Suðurnesjamenn búa við Eyjafjörð og fundu margir fyrir skjálftanum. Skarphéðinn Jónsson, fyrrum starfsmaður Víkurfrétta, býr á Dalvík. Hann lá upp í sófa og hafði það náðugt þegar ósköpin dundu yfir. „Það fóru allar ljósakrónur á fleygiferð í íbúðinni og sófinn sem ég var í færðist úr stað. Þetta var nokkuð mikill dynkur og einkennileg tilfinning,“ sagði Skarphéðinn í samtali við Víkurfréttir.Nýjasti íbúinn á heimilinu, íslenskur fjárhundur, varð nokkuð ókyrr, enda jarðskjálftar ekki daglegt brauð á þessum slóðum, þó svo Dalvíkingar séu ýmsu vanir.
5 til 5,5 á Richter
Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, sagði í fréttum Sjónvarps að jarðskjálftinn fyrir norðan rétt fyrir klukkan sjö í kvöld hafi verið á bilinu 5 til 5,5 á Richter. Þó geti hann ekki fullyrt um styrk skjálftans ennþá. Upptökin voru djúpt út af mynni Eyjafjarðar eða um 70 til 80 km norður af firðinum. Fólk var víða vart við skjálftann; í Grímsey, Dalvík og jafnvel á Akureyri.
Ragnar sagði að skjálftinn væri á línu sem liggur norður með landinu og nálgast Kolbeinsey. Hann vissi ekki um neinar skemmdir. Þær væri þó helst þá í Grímsey en samkvæmt samtölum hans við fólk þar var ekki vitað um neinar skemmdir.
5 til 5,5 á Richter
Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, sagði í fréttum Sjónvarps að jarðskjálftinn fyrir norðan rétt fyrir klukkan sjö í kvöld hafi verið á bilinu 5 til 5,5 á Richter. Þó geti hann ekki fullyrt um styrk skjálftans ennþá. Upptökin voru djúpt út af mynni Eyjafjarðar eða um 70 til 80 km norður af firðinum. Fólk var víða vart við skjálftann; í Grímsey, Dalvík og jafnvel á Akureyri.
Ragnar sagði að skjálftinn væri á línu sem liggur norður með landinu og nálgast Kolbeinsey. Hann vissi ekki um neinar skemmdir. Þær væri þó helst þá í Grímsey en samkvæmt samtölum hans við fólk þar var ekki vitað um neinar skemmdir.