Suðurnesjafólk í stjórn og varastjórn Íslandsstofu
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað nýja stjórn Íslandsstofu en hana skipa sjö einstaklingar sem valdir eru til þriggja ára í senn. Utanríkisráðherra skipar fjóra stjórnarmenn eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar. Stjórnin endurspeglar þannig hið breiða samstarf sem er um Íslandsstofu.
Formaður stjórnar Íslandsstofu er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. Aðrir í stjórn eru: Ásta Björg Pálmadóttir, sveitastjóri í Skagafirði, Baldvin Jónsson, sendiráðsfulltrúi, Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis, Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri Bláa demantsins og Svavar Svavarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar HB Granda.
Í varastjórn eru: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölumála hjá Þorbirni hf., Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Radisson BLU Hótels Sögu, Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Marels.