Suðurnesjafólk fær listamannalaun
Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir Jón Kalman Stefánsson og Pétur Gunnarsson fá starfslaun í þrjú ár úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar. Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, fær starfslaun í 3 ár úr Tónskáldasjóði og Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona fær starfslaun í 3 ár úr Listasjóði. Guðrún Eva bjó í Garðinum til margra ára og Jón Kalman er úr Keflavík.
Alls bárust 622 umsóknir um starfslaun listamanna 2005, en árið 2004 bárust 603 umsóknir. Launasjóður rithöfunda fékk 158 umsóknir, Launasjóður myndlistarmanna 231 umsóknir, Tónskáldasjóður 32 umsóknir og Listasjóður 201 umsóknir, þar af 60 umsóknir frá leikhópum.
Alls bárust 622 umsóknir um starfslaun listamanna 2005, en árið 2004 bárust 603 umsóknir. Launasjóður rithöfunda fékk 158 umsóknir, Launasjóður myndlistarmanna 231 umsóknir, Tónskáldasjóður 32 umsóknir og Listasjóður 201 umsóknir, þar af 60 umsóknir frá leikhópum.