Suðurnesjafólk á eldstöðvunum
Suðurnesjamenn hafa verið duglegir að heimsækja gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Víkurfréttir fengu sendar nokkrar myndir frá Enok Holm sem skoðaði eldgosið í gærdag. Hann sagði að það hafi verið svo margir á staðnum að halda mætti að útihátíð væri á staðnum. Þá hafði Enok áhyggjur af því að fólk færi óvarlega og of nálægt eldstöðinni. Undir það má taka en umgangast verður náttúruöflin af virðingu og með varkárni.
Myndirnar sem Enok tók eru í ljósmyndasafni Víkurfrétta.