Suðurnesjabær tveggja ára í dag
Eftir sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar tók Suðurnesjabær til starfa þann 10. júní 2018. Stofndagsetning Suðurnesjabæjar er því 10. júní og tíu dögum síðar fór fyrsti fundur bæjarstjórnar fram.
Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að Suðurnesjabær tók til starfa hefur verið unnið markvisst að því að móta nýtt sveitarfélag og þjónustu þess. Þau verkefni hafa gengið vel, en er ekki lokið, segir á vef Suðurnesjabæjar.
„Almennt eru sveitarfélög stöðugt að þróa starfsemi sína og þjónustu en mótun á nýju sameinuðu sveitarfélagi felur í sér ýmsar áskoranir og sem verða verkefni næstu ára hjá Suðurnesjabæ,“ segir jafnframt.
Á næstu dögum verður opnuð ný heimasíða Suðurnesjabæjar og nýr göngu- og hjólastígur á milli hverfanna í sveitarfélaginu verður tekinn í notkun síðar í júní.