Suðurnesjabær tekur 250 milljóna króna lán
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar að heimila lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 250 milljónir króna til allt að 35 ára.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkir að til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.