Suðurnesjabær tekur 150 milljóna króna lán
Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 22. desember 2021 var samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra heimild til að skrifa undir lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga að fjárhæð 150 milljónir króna sem er samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2021.
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti svo á síðasta fundi sínum að taka lán með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu.