Suðurnesjabær styrkir áfram Ferska vinda
Afgreiðsla bæjarráðs Suðurnesjabæjar á stuðningi við alþjóðlegu listahátíðina Ferska vinda var samþykkt með sjö atkvæðum D- og J-lista og öðrum fulltrúa H-lista á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.
Hinn fulltrúi H-lista sat hjá og fulltrúi B- lista greiddi atkvæði á móti tillögunni. Fulltrúar B- og H-lista gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðust ekki vera á móti hátíðinni heldur vera á móti hækkun á fjármagni frá samningsdrögum.