Suðurnesjabær jákvæður fyrir sorporkustöð
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar tekur undir með stjórn Kölku að staðsetning og uppbygging á sorporkustöð á svæðinu Helguvík/Bergvík er til þess fallin að auka til muna öryggi í rekstri hitaveitu á svæðinu, ef Njarðvíkuræð rofnar eða ef virkjunin í Svartsengi verður óstarfhæf.
Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar frá síðasta fundi þar sem fundargerð stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar var til afgreiðslu.