Suðurnesjabær býður líka í sund
Suðurnesjabær tekur undir með öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum og býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og Almannadal að nýta sér Sundlaugarnar í Suðurnesjabær án endurgjalds.
Þetta tímabil verður frá mánudegi 19. ágúst til miðvikudagsins 21. ágúst vegna viðgerðar á suðuræð Veitna.
Síðasta vetur var heitavatnslaus á Suðurnesjum um nokkurra daga skeið þar sem hraun fór yfir heitavatnslög frá Svartsengi. Á þeim tíma buðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og víðar íbúum Suðurnesja frítt aðgengi í sundlaugar sem íbúar kunnu vel að meta.
Í Suðurnesjabæ eru tvær sundlaugar, Íþróttamiðstöðin Sandgerði, Skólastræti 2 þar er 25 metra sundlaug, glæsileg vaðlaug, 2 heitir pottar, kaldur pottur, 2 rennibrautir og gufubað. Íþróttamiðstöðin Garði, Garðbraut 94 þar er 25 metra sundlaug, vaðlaug, 2 heitir pottar, kaldur pottur, rennibraut og gufubað.