Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesin kynnt í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja
Miðvikudagur 27. júlí 2005 kl. 15:46

Suðurnesin kynnt í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út nýjan landshluta bækling um Suðurnesin í samvinnu ferðamálasamtök annarra landshluta. Í allt er um að ræða sjálfstæða 7 bæklinga sem saman mynda heild fyrir allt landið. Í hverjum bæklingi er hverjum landshluta gerð góð skil með myndum auk texta á íslensku og ensku.

„Þetta er í fyrsta sinn sem öll ferðamálasamtök landsins eru í samstarfi um gerð bæklinga, en samstarf ferðamálasamtaka fer annars vaxandi og undirbúa meðal annars gerð ljósmyndabóka sem mun sýna landið í máli og myndum,“ sagði Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024