Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnesin koma illa út í samanburði við aðra landshluta
Fimmtudagur 25. mars 2010 kl. 08:20

Suðurnesin koma illa út í samanburði við aðra landshluta


Í stöðumatsskýrslu um Suðurnes sem kynnt var á þjóðfundi í FS á dögunum koma fram umhugsunarverðar staðreyndir þar Suðurnesin eru borin saman við aðra landshluta t.d. hvað varðar grunnskóla, fjárhags- og félagsaðstoð og fer svæðið nokkuð halloka í þeim samanburði.

Ef skólakerfið er tekið sem dæmi þá er frammistaða nemenda almennt lökust á Suðurnesjum, bæði í samræmdum prófum og Pisa könnun. 74% atvinnulausra á Suðurnesjum eru með grunnskólapróf sem hæstu gráðu á meðan hlutfallið er 51% fyrir landið í heild.

Samkvæmt skýrslunni er hlutfall einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga næst hæst á hér á svæðinu eða 2,3%. Hlutfall barna með umönnunarmat er hæst á landsvísu á Suðurnesjum eða 6,8%. Á Suðurnesjum er hlutfall einstaklinga með verulegt örorkumat rúmlega 9% sem er hæsta hlutfallið á landsvísu.

„Þrátt fyrir þessa skýrslu fullyrði ég og veit að hér býr kraftmikið og duglegt fólk, sem er fullt af raunhæfri bjartsýni um framtíðina,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, aðspurður um viðhorf sitt til þess sem fram kemur í stöðumatsskýrslunni um Suðurnesin.

„Ef það þurfti skýrslu ríkisstjórnarinnar til að uppgötva að hér er atvinnuleysi mest, sem grundvallast m.a. á því að hátt í þúsund manns misstu hér vinnuna rétt á undan hruninu þegar herinn fór, að hér er eitt mesta láglaunasvæði á landinu, vegna eðlis þeirra starfa sem hér hafa verið og að hér er menntastig íbúa lágt og fer oft saman við atvinnustig þá
hlýtur að vera loks von í því að við fáum tilskilinn stuðning til að koma okkur út úr þessu ástandi,“ sagði Árni ennfremur.

Nánar í Víkurfréttum í dag
.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024