Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnesin ákjósanleg fyrir gagnaver
Fimmtudagur 15. mars 2018 kl. 09:11

Suðurnesin ákjósanleg fyrir gagnaver

Mikill áhugi virðist vera fyrir því að fjölga gagnaverum hér á Suðvesturhorninu en á fundi Umhverfis og skipulagsráðs Reykjanesbæjar sem haldin var 13. mars voru tvö erindi þess efnis tekin fyrir þar sem félögin K16 ehf. og Airport City ehf. sóttu um lóðirnar Hvalvík 14 annars vegar og Selvík 23 hins vegar sem staðsettar eru í Helguvík.

Var þeim erindum hafnað á þeim forsendum að nú þegar hefur verið sérútbúið svæði fyrir gagnaver á Fitjum nánar til tekið við Sjónar- og Vogshól en þar eru lausar lóðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafa félögin K16 ehf. og Airport City ehf. ekki áður sótt um lóð fyrir slíka starfsemi.

Mikil gróska hefur verið í uppbyggingu gagnavera í Suðurnesjum og eru núna starfrækt þrjú slík, Verne Global á Ásbrú og Advania og Borealis Data Center ehf. á Fitjum í Njarðvík.