Suðurnes með mestu aflaverðmætin
Heildaraflaverðmæti á Suðurnesjum frá janúar til júní 2007 nam ríflega 9,5 milljarði króna, sem er rúmlega 35% aukning samanborið við sama tímabil 2006. Aflaverðmætið þá nam ríflega 7 milljörðum.
Athygli vekur að Suðurnesin eru það landsvæði sem er með mesta aflaverðmætið á fyrri árshelmingi þess árs, höfuðborgarsvæðið kemur næst á eftir með tæpa 7,7 milljarða og þar á eftir er Austurland með rétt rúma 6,2 milljarða. Heildaraflaverðmæti yfir landið nam rúmum 46 milljörðum á þessu tímabili.
Athygli vekur að Suðurnesin eru það landsvæði sem er með mesta aflaverðmætið á fyrri árshelmingi þess árs, höfuðborgarsvæðið kemur næst á eftir með tæpa 7,7 milljarða og þar á eftir er Austurland með rétt rúma 6,2 milljarða. Heildaraflaverðmæti yfir landið nam rúmum 46 milljörðum á þessu tímabili.