Suðurnes: Íbúafjöldinn nálgast 20 þúsund
 Íbúar Suðurnesja voru 19,444 talsins þann 1. júlí síðastliðinn samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands yfir miðársmannfjölda. Íbúafjöldinn hefur aukist rétt um 40% á 10 árum  en árið 1997 töldust íbúar Suðurnesja vera 15,694.
Íbúar Suðurnesja voru 19,444 talsins þann 1. júlí síðastliðinn samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands yfir miðársmannfjölda. Íbúafjöldinn hefur aukist rétt um 40% á 10 árum  en árið 1997 töldust íbúar Suðurnesja vera 15,694. 
Í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgunin verið hlutfallslega mest á þessum 10 árum, eða rúm 72%. Íbúar Voga voru 671 árið 1997 en voru 1,167 þann 1. júlí síðastliðinn.
Á þessu sama tímabili hefur íbúum Reykjanesbæjar fjölgað úr 10.397 í 12,327.
Mynd: Sveitarfélagið Vogar. Þar er hlutfallslega fjölgun er mest á Suðurnesjum. Ljósm: Oddgeir Karlsson.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				