Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnes: Erlendir ríkisborgarar streyma að
Þriðjudagur 13. febrúar 2007 kl. 14:24

Suðurnes: Erlendir ríkisborgarar streyma að

Aðfluttum erlendum ríkisborgurum umfram brottflutta á Suðurnesjum fjölgaði um 520 á síðasta ári. Íslenskum ríkisborgurum umfram brottflutta fækkaði hins vegar um 51.
Þetta kemur í ljós í tölum um búferlaflutninga milli landa eftir landsvæðum og ríkisfangi í nýútkominni skýrslu Hagstofu Íslands.

565 erlendir ríkisborgarar fluttu til Suðurnesja frá útlöndum á síðasta ári en 45 fluttu til útlanda. 144 íslenskir ríkisborgarar fluttu frá útlöndum til Suðurnesja en 195 til útlanda.

Ef skoðaðar eru tölur um búferlaflutninga innanlands þá voru 365 aðfluttir umfram brottflutta á Suðurnesjum á síðasta ári. 469 voru umfram brottflutta frá útlöndum þannig að samanlagt voru 834 einstaklingar aðfluttir umfram brottflutta.

Í Reykjanesbæ voru aðfluttir 1307 talsins en brottfluttir 815. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 492. Aðfluttir frá öðrum sveitarfélögum á svæðinu voru 17. Frá öðrum landsvæðum komu 162 og 313 komu frá útlöndum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024