Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnes: Atvinnuleysi í maí minnkar á milli ára
Mánudagur 19. júní 2006 kl. 00:43

Suðurnes: Atvinnuleysi í maí minnkar á milli ára

Ekki var mikil breyting á fjölda einstaklinga á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum á milli apríl og maí þrátt fyrir að áhrifa brotthvarfs hersins sé farið að gæta. Þetta kemur fram í skýrslu vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á Íslandi.

Að meðaltali voru 169 án atvinnu, eða 1,8%, og hefur fjölgað um 5 á milli mánaða. Ekki fjölgar í hópi atvinnulausra kvenna. Engu að síður hefur atvinnuleysi minnkað sem nemur 0,2% af heildarmannafla ef litið er til maímánaðar í fyrra og hefur ekki verið lægra í þeim mánuði frá árinu 2000.

Hins vegar fækkaði lausum störfum talsvert eins og við var að búast, eða úr 169 niður í 70 á milli mánaða. Í maí á síðasta ári voru laus störf 28.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024