Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurnes: Aflaverðmæti aukast um 43,6% á fyrsta ársfjórðungi
Mánudagur 30. júlí 2007 kl. 11:24

Suðurnes: Aflaverðmæti aukast um 43,6% á fyrsta ársfjórðungi

Verðmæti sjávarafla á Suðurnesjum eykst um 43,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2007 miðað við sama tímabil í fyrra. Verðmæti aflans nam rúmum 4,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2006 en er nú ríflega 6,9 milljarðar.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 32,3 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2007 samanborið við 25,5 milljarða á sama tímabili 2006. Aflaverðmæti hefur aukist um tæpa 7 milljarða eða 27% milli ára. Munar þar mest um aflaverðmæti uppsjávarafla, aðallega loðnu.

 

 

 

 

 

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024