Suðurnes: 540 nýir útlendingar á síðasta ári
Útlendingum sem hér setjast að fjölgaði mikið á síðasta ári eða frá því að vera 360 frá 33 ríkjum í febrúar 2005 í það að vera 900 frá 42 ríkjum í desember sama ár. Langfestir útlendinganna komu frá Póllandi eða 378 einstaklingar.
Af þessum 378 Pólverjum settust 163 aö í Reykjanesbæ, 94 í Garði, 77 í Sandgerði, 29 í Grindavík og 15 í Vogum.
Næst fjölmennastir voru Danir, sem fylltu sjöunda tuginn og settust 27 þeirra að í Reykjanesbæ og 20 í Sandgerði. Aðrir dreifðu sér í hin sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Þriðji fjölmennasti hópurinn kom frá Filipseyjum, þaðan sem komu 65 manns, þar af 23 sem settust að í Reykjanesbæ. Annars voru þeir útlendingar sem settust á Suðurnesjum frá 42 ríkjum, eins og áður sagði, og þar af voru 24 ríkisfangslausir.
Alls settust 445 útlendingar að í Reykjanesbæ, 115 í Grindavík, 147 í Sandgerði, 142 í Garði og 51 í Vogum.
Þetta kemur fram í ársskýrslu Sýslumannsembættisins í Keflavík.
Mynd: Flestir útlendinganna sem hér settust á síðasta ári að völdu sér búsetu í Reykjanesbæ. VF-mynd:elg