Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Suðurnes: 23% vinnandi manna starfa á höfuðborgarsvæðinu
Föstudagur 24. mars 2006 kl. 09:59

Suðurnes: 23% vinnandi manna starfa á höfuðborgarsvæðinu

Nær fjórðungur vinnandi heimamanna á Suðurnesjum sækir vinnu á höfuðbogarsvæðinu. Þrettán prósent þeirra sækir vinnu í Reykavík og rúm níu prósent í sveitarfélögunum í kring. Hins vegar vinna tvö prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins á Suðurnesjum.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en blaðið fékk Hagstofnuna til að rýna í þessar tölur. Í blaðinu er haft eftir Ragnari Árnasyni, forstöðumanni vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að þar á bæ líti menn á Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið sem eitt atvinnusvæði. Því þurfi að ígrunda aðgerðir vegna brottflutnings Varnarliðsins vel. Ragnar segir að gera þurfi veigamikla úttekt á því hve mörg starfanna 600 verði áfram á Keflavíkurflugvelli og hve mörg tapast áður en ráðist verði í flutning ríkisstofnana til Suðurnesja.

Ragnar segir að ekki eigi að hlaupa til og lofa aðgerðum fyrr en menn hafi sett niður með greinargóðum hætti hvaða störf muni tapast varanlega. Einnig þurfi að sjá hvort vandinn leysist ekki þar sem eftirspurn sé eftir starfsfólki á Reykjavíkursvæðinu. Þá segir Ragnar ennfremur að það sé ekki skynsamleg ráðstöfun að færa örfá störf á milli staðanna þar sem þeir séu innan sama atvinnusvæðis. Færa þurfi veigamikil rök fyrir því að færa ríkisstofnun frá Reykjavík til Keflavíkur.

Mynd: 23% vinnandi Suðurnesjamanna aka Brautina daglega til vinnu á höfuðborgarsvæðinu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024