Suðurnes: 140 ný hlutafélög stofnuð 2009
Alls voru 140 ný hlutafélög og einkahlutafélög stofnuð á Suðurnesjum á síðasta ári eða sex á hverja þúsund íbúa. Til samanburðar voru 149 ný félög stofnuð árið 2008. Af þessum 140 félögum voru 90 skráð í Reykjanesbæ, 23 í Grindavík, 11 í Sandgerði, 9 í Garði og 7 í Vogum.
Alls voru 10 félög stofnuð í kringum frystingu sjávarafurða og sjö um útgerð smábáta. Sjö fyrirtæki voru stofnuð um þróun byggingaverkefna og jafnmörg um leigu íbúðahúsnæðis. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.