Suðurnes: 1073 aðfluttir umfram brottflutta fyrstu níu mánuðina
Eitt þúsund manns voru aðfluttir umfram brottflutta í Reykjanesbæ á tímabilinu janúar – september á þessu ári. Inn í þeirri tölu eru 340 einstaklingar sem settust að á háskólasvæðinu á Vallarheiði. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands yfir búferlaflutninga.
Af þessum fjölda voru 30 manns aðfluttir umfram brottflutta frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum, 684 voru frá öðrum landsvæðum og 286 milli landa.
Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum eru fleiri aðfluttir en brottfluttir, nema í Garði þar sem 42 fleiri einstaklingar fluttu frá sveitarfélaginu en til þess. Í Vogum voru 50 aðfluttir umfram brottflutta, 29 í Grindavík og 37 Sandgerði. Alls voru 1073 aðfluttir umfram brottflutta á öllum Suðurnesjum á umræddu tímabili.
Sem fyrr segir eru 340 einstaklingar á Vallarheiði inn í þessum tölum en reikna má með að sú tala hafi hækkað eitthvað með haustinu þegar fleiri bættust við á íbúaskrá.
Mynd: Oddgeir Karlsson. Séð yfir hluta Reykjanesbæjar.
Af þessum fjölda voru 30 manns aðfluttir umfram brottflutta frá öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum, 684 voru frá öðrum landsvæðum og 286 milli landa.
Í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum eru fleiri aðfluttir en brottfluttir, nema í Garði þar sem 42 fleiri einstaklingar fluttu frá sveitarfélaginu en til þess. Í Vogum voru 50 aðfluttir umfram brottflutta, 29 í Grindavík og 37 Sandgerði. Alls voru 1073 aðfluttir umfram brottflutta á öllum Suðurnesjum á umræddu tímabili.
Sem fyrr segir eru 340 einstaklingar á Vallarheiði inn í þessum tölum en reikna má með að sú tala hafi hækkað eitthvað með haustinu þegar fleiri bættust við á íbúaskrá.
Mynd: Oddgeir Karlsson. Séð yfir hluta Reykjanesbæjar.