Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurlindir vilja samstarf við önnur orkufyrirtæki
Fimmtudagur 15. nóvember 2007 kl. 11:39

Suðurlindir vilja samstarf við önnur orkufyrirtæki

Nú stendur yfir í Vogum blaðamannafundur þar sem fulltrúar sveitarfélaganna Voga, Hafnarfjarðar og Grindavíkur tilkynntu stofnun nýs fyrirtækis, Suðurlinda.

Markmið fyrirtækisins er samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna að standa vörð um hagsmuni sveitarfélaganna og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi sveitarfélaganna við Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík. Það er m.a. um að ræða nýtingu jarðvarma og eignar- og nýtingarrétt.

Félagið verður alfarið í eigu opinberra aðila og verða öll sveitarfélögin með jafnan eignarhlut. Félagið lýsir annars yfir vilja sínum til að eiga sem víðtækast samstarf, m.a. við Hitaveitu Suðurnesja og önnur orkufyrirtæki, um nýtingu jarðvarma á áðurnefndum svæðum.

VF-símamynd/elg - Frá fundinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024