Suðurlindir og Landsnet funda um línulögn
Fulltrúar Suðurlinda áttu fund með Landsneti í morgun þar sem rædd var uppbygging raforkukerfisins á Suðurnesjum. Á fundinum var verið að ræða fyrirkomulag raforkuflutinga frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í gegnum landsvæði Voga. Tillögur Landsnets fela í sér að nýja línan verði í sama stæði öll í loftlínu. Ekki var komist að neinni niðurstöðu, enda var um að ræða fyrsta eiginlega fundinn milli aðila. „Þetta var góður fundur og við erum að reyna að vinna að samkomulagi,“ sagði Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga. „Við stefnum að því að hittast aftur fljótlega eftir páska.“