Suðurlindir frá a-ö í Vefsjónvarpi Víkurfrétta
Vefsjónvarp Víkurfrétta hefur í dag tekið saman viðtöl við sveitarstjórnarmenn í tengslum við viljayfirlýsingu um Suðurlindir, sem Vogar, Grindavík og Hafnarfjörður standa að.
Í Vefsjónvarpinu má m.a. sjá viðtöl við Róbert Ragnarsson, Ólaf Örn Ólafsson og Lúðvík Geirsson, sem eru bæjarstjórar í þeim bæjarfélögum sem standa að Suðurlindum.
Þá er einnig viðtal við Árna Sigfússon, stjórnarformann Hitaveitu Suðurnesja hf. og bæjarstjóra í Reykjanesbæ um viðbrögð við Suðurlindum.
Á morgun verður málinu haldið áfram og fleiri fletir á því skoðaðir.
UPPFÆRT!
Viðtalið við Ólaf Örn kemur aftur inn síðar í kvöld, vegna skemmdar í video-skrá.