Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurlindir ekki til höfuðs HS
Fimmtudagur 20. desember 2007 kl. 18:26

Suðurlindir ekki til höfuðs HS

Stofnfundur Suðurlinda ohf fór fram í Vetrarsal Stóru-Vogaskóla í dag. Hlutverk fyritækisins, sem er í eigu Voga, Grindavíkur og Hafnarfjarðar, er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna þriggja og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi þeirra, línulagnir, orkunýtingu og orkuöflun.
Kosið var til fyrstu stjórnar Suðurlinda og hana skipa þau Ólafur Örn Ólafsson, formaður, Ellý Erlingsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Birgir Örn Ólafson.

Varamenn eru þau Jóna Kristín Þórhallsdóttir, Gunnar Svavarsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Anný Helena Bjarnadóttir og Hörður Harðarson.

Ólafur Örn sagði í samtali við Víkurfréttir að næsta mál á dagskrá hjá Suðurlindum væri að hitttast og setja niður hvernig starfsemin verði. „Ég reikna passlega með að við þurfum að fá einhvern aðila til starfa fyrir þetta fyrirtæki og síðan verður farið yfir þessi hagsmunamál í heild sinni.

Aðspurður þvertók Ólafur fyrir að Suðurlindir væru stofnaðar til höfuðs Hitaveitu Suðurnesja né nokkrum öðrum. „Við lítum einungsis fram á veg með að vinna með aðilum í þessum geira.“

VF-myndir/Þorgils





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024