Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Suðurkjördæmi kemur illa út úr samræmdu prófunum
Þriðjudagur 7. júní 2005 kl. 16:30

Suðurkjördæmi kemur illa út úr samræmdu prófunum

Grunnskólabörn úr Suðurkjördæmi voru með lægsta meðaltal landsins í öllum greinum samræmdra prófa sem voru tekin fyrir skemmstu.

Í íslensku var meðaleinkunn í Suðurkjördæmi 6,2 og landsmeðaltal var 6,6.

Í stærðfræði var meðaleinkunn í Suðurkjördæmi 5,3 á móti landsmeðaltali 6,1.

Í ensku var meðaleinkunn í Suðurkjördæmi 6,8 á móti landsmeðaltali 7,2.

Í náttúrufræði var meðaleinkunn í Suðurkjördæmi 5,5 á móti landsmeðaltali 6,2.

Í samfélagsfræði var meðaleinkunn í Suðurkjördæmi 5,5 á móti landsmeðaltali 5,9.

Ekki hafa enn verið opinberaðar niðurstöður hvers skóla fyrir sig.

Myndin tengist fréttinni  ekki nokkuð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024