Suðurgata 2 og Vogagerði 17 verðlaunuð
– af umhverfis- og skipulagsnefnd Voga.
Einn af föstum liðum Fjölskylduhátíðarinnar í Vogum er að veita viðurkenningar fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi. Að þessu sinni voru tveir garðar í sveitarfélaginu verðlaunaðir af umhverfis- og skipulagsnefnd Voga.
Fanney Ágústa Överby og Árni Bergþór Björnsson, Suðurgötu 2 fengu viðurkenningu fyrir fallegt eldra hús sem er vel við haldið. Garðurinn er einkar smekklegur og er í góðu samræmi við stíl hússins.
Júlía Halldóra Gunnarsdóttir og Helgi Ragnar Guðmundsson, Vogagerði 17 fengu viðurkenningu fyrir líflegan og skemmtilegan garð þar sem sköpunargáfa eigenda fær að blómstra bæjarbúum til yndisauka.